23.04.1941
Neðri deild: 43. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 794 í B-deild Alþingistíðinda. (1951)

119. mál, verðlagsuppbót til héraðsgagnfræða og húsmæðraskóla

Bjarni Bjarnason:

Þegar dýrtíðarmálin voru fyrst til umr., þá óskaði ég, að héraðsskólar fengju greidda uppbót á styrk, er þeir fá árlega. Þá skildist mér, að rétt væri að greiða aðeins uppbót á laun kennara, og sú leið er auðvitað auðfarin. Þá var mér enn fremur kunnugt um, að verið væri að reikna út dýrtíðaruppbót fyrir héraðsskólakennarana, og lét ég mér það nægja. Nú hefur þetta dregizt, og þegar frv. um launauppbót til opinberra starfsmanna hafði verið samþ., þá hélt ég, að skapast mundi fordæmi, svo að héraðsskólakennurunum yrði greidd dýrtíðaruppbót, og taldi því ekki ástæðu til að koma fram með brtt. En þar sem þetta gekk erfiðlega, þá taldi ég ráðlegt að fylgja málinu fram í þessari mynd. Við töldum rétt að láta héraðs- og gagnfræðaskólana fylgjast að. — Húsmæðraskólarnir ættu að koma undir þetta líka, og mun n. taka þá til athugunar.

Einnig er ég samþ. hv. 6. landsk. um unglinga- og iðnfræðslu, en réttara væri að fá heimild í fjárl. um þær greiðslur. Fjhn. ætti að athuga þetta.