25.04.1941
Efri deild: 44. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 895 í B-deild Alþingistíðinda. (2205)

122. mál, verkamannabústaðir

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson) :

Þessi ræða hv. 1. þm. N.-M. gefur mér ekki tilefni til langrar ræðu. Að sjálfsögðu getur n. athugað þetta, hvort það er rétt að breyta þessu, og mundi hún þá gera það í samráði við ráðh. Hitt er ekki alveg víst, hvor talan yrði hærri, ef farið yrði að miða við sérstaka byggingarkostnaðarvísitölu annars vegar og svo hina almennu vísitölu hins vegar.