05.06.1941
Efri deild: 72. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 994 í B-deild Alþingistíðinda. (2575)

70. mál, Háskóli Íslands

Árni Jónsson:

Það er út af dagskránni, sem ég tek hér til máls núna, og vegna frv. til 1. um breyt. á 1. um Háskóla Íslands, sem hefur verið þrisvar eða fjórum sinnum á dagskrá hér án þess að það hafi verið rætt enn þá. Í gær var þetta fyrsta mál á dagskrá, og hefði þá líklega verið rætt, ef hæstv. forseti hefði verið viðstaddur. Nú er málið dagskrá í dag, en í stað þess að vera 1. mál, þá er það nú 4. málið á dagskránni. En á undan því er mál eins og frv. til 1. um breyt. á áfengislögunum, sem þarf afbrigði til að það komi til meðferðar. Ég get ekki sætt mig við þessa meðferð á málinu og vænti þess, að hæstv. forseti fái þetta lagfært, svo að frv. um breyt. á áfengislögunum verði ekki rætt fyrr en á eftir háskólamálinu.