10.05.1941
Neðri deild: 56. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 105 í C-deild Alþingistíðinda. (3069)

31. mál, raforkusjóður

Gísli Guðmundsson:

Á þskj. 105 á ég, ásamt hæstv. forseta þessarar d., brtt. um nafnið á sjóðnum, að í staðinn fyrir nafnið „raforkuveitusjóður“ hljóti sjóðurinn nafnið: raforkusjóður. Þessi brtt. kom fram við 2. umr., en var þá tekin aftur til 3. umr. Okkur þykir þetta nafn fara betur. Það er styttra, en lengra nafn en þetta er óþarft á sjóðnum, því að raforka er ekki til annars framleidd en til þess að veita henni eitthvað. Vænti ég, að hv. þdm. geti fallizt á, að nafninu á frv. verði breytt á þennan veg.