23.04.1941
Neðri deild: 43. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 187 í C-deild Alþingistíðinda. (3236)

107. mál, iðnlánasjóðsgjald

*Frsm. (Emil Jónsson) :

Það hefur verið minnzt á öll þau atriði áður, sem hv. þm. V.Húnv. talaði um, nema um heimildina til lántöku. Eins og ég lýsti yfir, munu þau atriði verða athuguð nánar fyrir 3. umr., og er þá sjálfsagt að taka þetta atriði, sem hann minntist á, um lántökuheimildina, einnig til athugunar um leið.

Viðvíkjandi því, sem hv. þm. minntist á um gjaldið af vinnulaunum fyrirtækja, er það að segja, að ég álít, að þetta komi ekki til að verka þannig á hvoruga hliðina, að um muni. Annars verður þetta að sjálfsögðu athugað, eins og lofað hefur verið. Má líka taka það til athugunar, að einkafyrirtæki hafa boðizt til að styrkja sjóðinn. — Annars er ég því samþykkur, að þetta sé athugað til 3. umr. og málið ekki afgr. út úr hv. d. fyrr en n. hefur athugað það á ný.