27.02.1941
Efri deild: 9. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 227 í B-deild Alþingistíðinda. (328)

2. mál, tollheimta og tolleftirlit

*Frsm. (Magnús Jónsson) :

Þetta frv. er borið fram samkv. 23. gr. stjskr. til staðfestingar bráðabirgðal. frá 24. júní 1940 um þetta efni, og er frv. samhljóða þeim. Í l. nr. 59 frá 1939, sem eru breyt. á 1. nr. 63 frá 1937, er sagt, að með reglugerð megi ákveða, að öll skip og flugför, sem koma hingað frá útlöndum eða ætla að leggja af stað til útlanda, skuli koma á tilteknar hafnir til að fá þar síðustu eða fyrstu afgreiðslu hér á landi. En sú reglugerð átti ekki að öðlast gildi fyrr en þrem mánuðum eftir að hún væri gefin út, en þar sem stríðsástandið gerir það nauðsynlegt, að þessi ákvörðun sé framkvæmd þegar í stað, er numið úr gildi ákvæðið um þriggja mánaða frestinn.