28.02.1941
Neðri deild: 10. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 261 í B-deild Alþingistíðinda. (460)

32. mál, fjarskipti

*Atvmrh. (Ólafur Thors) :

Þetta frv. er að mestu leyti sama efnis og frv. það, sem samgmn. flutti á síðasta þingi, en náði þá ekki fram að ganga. Eftir að þingi lauk, skapaðist. ný nauðsyn til þess að lögfesta þau fyrirmæli, sem í frv. eru, og var það gert með bráðabirgðal., sem gefin voru út 15. júlí s. 1. Einnig voru gefin út önnur bráðabirgðal. 17. ágúst um radio-senditæki. Þau bráðabirgðal. voru einnig gefin út af nauðsyn, sem skapaðist vegna hinna sérstöku kringumstæðna. Ég ætla ekki að fylgja frv. úr hlaði með fleiri skýringum. Það er hv. dm. kunnugt mál frá í fyrra. Ég leyfi mér svo að leggja til, að frv. verði, að lokinni þessari umr., vísað til 2. umr. og samgmn.