06.05.1941
Efri deild: 53. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 302 í B-deild Alþingistíðinda. (546)

12. mál, loftferðir

Frsm. (Magnús Gíslason):

Þetta frv. var lagt fyrir þingið af ríkisstj. til staðfestingar á bráðabirgðal., sem hún setti 16. nóv. s. l., um breyt. á l. nr. 32 14. júní 1929, um loftferðir. Ástæðan fyrir því, að þessi bráðabirgðal. voru sett, var sú, að í þeim l. var ekki fullskýrt ákveðið um heimild til að taka eignarnámi lóðaréttindi og mannvirki vegna loftferða. Til þess að kveða skýrar á um þetta, þótti nauðsyn bera til, að slík bráðabirgðal. væru sett og enn fremur ákvæði um bætur vegna eignarnáms á landi til flugvallargerðar í Reykjavík.

Frv. þetta hefur verið til meðferðar í Nd., og hefur hún gert þær breyt. á frv., að þar sem stóð í 1. frá 1929, að heimilt væri að taka lönd eignarnámi og einnig skerða eignarrétt manna á slíkum fasteignum í þessu skyni, þá tók d. burt ákvæðið um, að skerða mætti eignarréttmanna. Er það eina breyt., sem Nd. gerði á frv. En í frv. eins og það var lagt fyrir voru nánari fyrirmæli um framkvæmd slíkrar skerðingar. Þessi ákvæði eiga ekki heima í frv. eftir þá breyt., sem Nd. hefur gert á því, og leggur n. því til, að þau verði felld burt, þ. e. a. s. að 3. efnismálsgr. frv. falli niður.

Sé ég svo ekki ástæðu til að hafa fleiri orð um þetta. N. leggur til, að frv. verði samþ. með þessari einu breyt.