08.05.1941
Neðri deild: 54. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 320 í B-deild Alþingistíðinda. (587)

15. mál, hegningarlög

Garðar Þorsteinsson:

Ég vil aðeins benda hv. þm. á það, að ég hef ekki fallið frá neinu af því, sem ég sagði. Ég hef aldrei talið, að það væri hættulegt að refsa mönnum, sem skrifa á þann hátt, að hætta væri á því, að hið erlenda vald blandaði sér inn í íslenzk málefni. Þó að ríkisstj. hefði ekki getað refsað þessum mönnum samkv, stjskr., þá gat hún refsað þeim fyrir það að skrifa á þann hátt, að það væri hættulegt fyrir landið.