19.11.1941
Efri deild: 24. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 129 í B-deild Alþingistíðinda. (293)

19. mál, rithöfundaréttur og prentréttur

Frsm. meiri hl. (Jónas Jónsson) :

N. hafði ekki tækifæri til að taka gömlu l. til meðferðar, en ég vil segja hv, þm., að það er því síður ástæða til að gera það, þar sem frv. er flutt af menntmn. Nd., eftir tilmælum frá stjórnarráðinu og 2–3 beztu lögfræðingar innan stjórnarráðsins og utan hafa unnið að samningu þess. Svo að hv. 1. þm. Reykv. er óhætt að sofa rólega.