28.10.1941
Neðri deild: 7. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 76 í C-deild Alþingistíðinda. (343)

7. mál, ráðstafanir gegn dýrtíðinni

Steingrímur Steinþórsson:

Þessi 1. umr. frv. er nú búin að standa í þrjá daga. Það var lengi vel svo, að ráðherrarnir einir leiddu saman hesta sína um frv., og ég hélt um tíma, að engir aðrir tækju til máls um það. Nú held ég þó, að þm. úr flestum flokkum þingsins hafi látið til sín heyra auk ráðherranna, og virðist mér ekki nema rétt, að a. m. 1. einn óbreyttur liðsmaður úr Framsfl. komi fram, og það þess heldur sem nokkur ummæli féllu hér í dag, sem ég tel rétt að leiðrétta og skýra.

Ég ætla ekki að rökræða málið sjálft, heldur ætla ég að lýsa yfir því, að Framsfl. stendur óskiptur að þessu máli; á því er ekki efi. Og hann fylgir því eftir algerlega óskiptur. Það stafar vitanlega af því, sem öllum hv. þdm. er kunnugt, að þær ráðstafanir, sem þingið gerði í vor og eyddi löngum tíma í að undirbúa og fékk hæstv. ríkisstj. í hendur l. um, til framkvæmda í málinu í sumar, hafa alls ekki verið framkvæmdar, þrátt fyrir það, að það hefði mátt líta svo á, að það hefði þó verið fullur vilji þingsins, eins og frá þessu var gengið í vor, að þessar ráðstafanir yrðu framkvæmdar. Og það er vitað, að það eru vissir hæstv. ráðh., sem staðið hafa í vegi fyrir því, að nokkuð yrði gert í því að nota þær heimildir, sem ríkisstj. voru veittar þá. Það hefur komið mjög skýrt fram í ræðum hæstv. ráðh.

Ég vil aðeins taka fram, að ég lit svo á, og ég tel það alveg ófært, að svo haldi áfram eins og að undanförnu, að allt verðlag stórhækki í þessu landi; með því móti verður okkar gjaldeyrir smátt og smátt að sama sem engu. Ég vil aðeins nefna eitt dæmi í þessu, sem snertir landbúnaðinn. Það er vitað, að þótt langmestum hluta landbúnaðarframleiðslunnar sé neytt innanlands, þá er þó svo mikið flutt út af þeim afurðum, að afkoma bænda veltur mjög mikið á því, hvernig það selst, sem út er flutt af þeirra afurðum. Ef verðlag fer hækkandi í landinu, þá verður því alltaf breiðara og breiðara bilið á milli þess, sem bændur fá á útflutningsmarkaðinum annars vegar, og þess hins vegar, sem þeir þurfa að fá fyrir sína vöru. Því að ekki er hægt að selja útflutningsvörur landbúnaðarins á sömu mörkuðum og áður, og vandræði eru með að fá nokkurt verulegt verð fyrir þær. Og þó að útflutningur landbúnaðarafurða sé lítið mál miðað við allan þjóðarbúskapinn, þá snertir það þó mjög mikið vissa stétt landsins. Ef því verðhækkunin heldur áfram, verður bilið milli þess verðs, sem fæst fyrir vörur Þessar á erlendum markaði, og hins, sem menn nauðsynlega þurfa að fá fyrir þær, meira. En það bil verður að brúa, ef framleiðsla landbúnaðarvara á að halda áfram að vera í landinu. Verði það bil ekki brúað, verður öll framleiðsla ómöguleg, sem hyggist á útflutningi. Það kann vel að vera, að það megi skrúfa upp verð á landbúnaðarvörum innanlands. En það er alveg loku fyrir það skotið, að framleiðsla til útflutnings geti borið sig, ef dýrtíðin eykst.

Ég mun minnast ofurlítið á sjónarmið landbúnaðarins gagnvart þessu og afstöðu Framsfl, til þess. Verð ég þá að minnast með örfáum orðum á ræðu hv. þm. A.-Húnv. hér í dag, og þá 1íka vegna þess, að hann beinlínis beindi fyrirspurn til mín og annars hv. þm. Framsfl. um það, hvort við virkilega værum með þessu frv. Mér virtist helzt hv. þm. A.-Húnv., stefna okkur þessum tveimur þm. fyrir rétt, þar sem hann væri dómsforseti, og vilja láta okkur skrifta fyrir sér þann glæp, að við skulum vera fylgjandi þessu frv., sem hér liggur fyrir. Ég ætla nú ekki að standa frammi fyrir hv. þm). A.-Húnv. sem sakborningur eða skrifta fyrir honum. En ég ætla að segja honum ásamt öllum þingheimi, að ég fylgi þessu frv. — ekki af því, að ég telji, að hlutur landbúnaðarins sé fullkomlega tryggður með því ég tel, að það sé hæpið. Ég vil segja það líka, út af ummælum hv. þm. Seyðf., þar sem hann eiginlega þóttist hafa uppgötvað það fyrirbrigði, að Framsfl. hefði ekki verið með lögfestingu afurðaverðsins í vor af því að þá hefði okkur þótt verðið vera of lágt, og hann skaut því fram, að við værum nú með lögfestingu þess af því að verðið væri betra, — að ég játa, að það kom alls ekki til mála að lögfesta verðið á landbúnaðarafurðunum í vor; landbúnaðurinn hefði blátt áfram verið drepinn með því. — Það varð hér í Reykjavík ekki svo lítið uppnám, þegar vantaði mjólk í nokkra daga. Var sagt, að konurnar hefðu þá slegizt við mjólkurbúðirnar. Og hvernig mundi þá fara, ef svo væri búið að mjólkurframleiðslunni, að hún gæti hvergi nærri fullnægt þörfinni á þessum landbúnaðarvörum, mjólkurafurðunum? Ef það hlutfall, sem var í vor á milli verðs á mjólk og annars verðlags og kaupgjalds í landinu yfirleitt, hefði verið lögfest, þá væri nú búið að skera mörg þúsund kýr í landinu, og þá hefði ekki verið mikil mjólk nú í höfuðstaðnum. En okkur finnst hlutfallið milli afurðaverðsins og kaupgjaldsins miklu betra og réttara nú en það var í vor, þó að öllu athuguðu afurðaverðið sé raunverulega lægra heldur en kaupgjaldið.

Af hverju er þá ekki hægt að fá betra hlutfall en þetta? Hv. þm. A.-Húnv. gasprar um það, að verðlagið skuli vera sem hæst, og er þar með yfirboð, sem eru langt fram yfir það, sem vit er í. Og að hann er með slík yfirboð kemur til af því, að hann veit, að hann hefur svo lítinn stuðning í flokki sínum við þær kröfur, sem hann hefur, að ekki er hægt að koma því fram. Það hefur nú verið sannað hér í dag af hæstv. forsrh. (sem er landbrh.), að það fékkst ekki samþ. í ríkisstj. að lofa því að leggja fyrir þingið till. um, að það fengist uppbót á útflutt kjöt, sem nauðsynlega yrði að flytja út úr landinu. til jafns við það verð, sem kjötverðlagsn. ákvað í haust. Þetta strandaði á ráðh. Sjálfstfl., af því að þeir töldu, að verðið, sem kjötverðlagsn. ákvað, væri of hátt. Það er því ekki vilji fyrir því í flokki hv. þm. A.-Húnv. að skapa eðlilegt samræmi þarna á milli. En þá segi ég óhikað, að ég tel það ráð vænst í þessu máli hvað verðlag þessara afurða snertir, að fara svo langt sem unnt er að komast, sem ég tel, að væri gert með því að samþ. Það, sem við Framsfl.-menn leggjum til að gert verði í málinu. Og það er ekki um það að deila, að það hlutfall, sem nú ríkir í þessu efni, er miklu betra heldur en áður, þó að það sé ekki gott. Og það er af þeim ástæðum, sem ég hef nú talið, að ég er með frv., af því að ég vænti ekki þess stuðnings úr flokki hv. þm. A.-Húnv., að frekari stuðningur fáist þar en komið hefur í ljós til þessa, vegna þess, sem reynslan hefur ótvírætt leitt í ljós í þeim efnum.

Skal ég nú snúa mér ofurlítið að vissum atriðum í ræðu hv. þm. Seyðf., sem talaði hér alllangt mál í dag. Hann er að vísu ekki hér viðstaddur í hv. d., en af því að ljúka á l. umr. málsins hér í kvöld, tel ég nauðsynlegt að segja nú það, sem ég segi út af hans ræðu. Hann talaði mikið um orsakir dýrtíðarinnar, og hann beinlínis tók fram, að hann teldi, að höfuðorsök dýrtíðarinnar væri það, hversu landbúnaðarafurðirnar hefðu hækkað í verði, og hafði hann sem grundvöll fyrir þeirri skoðun sinni ástandið 1939 og bar saman verkalaunin þá annars vegar og hins vegar afurðaverð landbúnaðarins. Að vísu skaut hann því einhvern tíma inn í, hv. þm., síðar, að hann hefði ekkert að athuga við það, þó að verðið á í landbúnaðarafurðunum hækkaði fremur en vísitalan. En tónninn var sá í ræðu hans, að það hefði verið rangt að hverfa frá því hlutfalli, sem þá (1939) var á milli kaupgjalds verkalýðsins annars vegar og afurðaverðs landbúnaðarins. En það er rangt að miða við þetta.

Það kaupgjald, sem var hér 1939, var miðað við það að miklu leyti, að verkamenn væru atvinnulitlir vissa tíma af árinu. Og það er víst, að ef — sem ég hygg, að ekki sé fjarri lagi — meðalbændur og fátækari hluti bænda hafa í þessu tilliti verið árið 1939 svipað staddir og verkamenn með því lélega afurðaverði, sem bændur höfðu við að búa þá, þá sjá allir menn, hve ólíku er saman að jafna nú um kjör þessara tveggja stétta og það, sem þær hafa fyrir vinnu. sína yfir árið. Nú geta verkamenn haft vinnu hvern dag, og þeir, sem vilja leggja það á sig, geta haft eftirvinnu og helgidagavinnu líka, sem eykur árskaupið stórkostlega. Það liggur alveg í augum uppi, að ef halda hefði átt nokkru jafnvægi milli þessara tveggja langstærstu stétta þjóðfélagsins um árstekjurnar, þá hefði orðið að hækka afurðaverðið miklu meira en vísitölunni nemur. Þetta verður útkoman, ef maður lítur á þetta út af fyrir sig. Svo ber að athuga, hvílík feikna nauðsyn það er þjóðfélaginu, að fólk fáist til þess að vinna að landbúnaðarframleiðslunni áfram. Það er bein þjóðarnauðsyn, að svo sé búið að þeim, sem að landbúnaðarframleiðslunni starfa, að þeir, sem hafa unnið við hana, fari ekki frá henni til þess að vinna hjá setuliðinu.

Hv. þm. Seyðf, sagði, að það væri sorglegt, og hann sagði, að það væri smán, að ekki væru til framleiðsluskýrslur, sem sýndu framleiðslukostnað landbúnaðarvara, svo að hægt væri að ákveða verðlag á þeim vörum eftir þeim. Var sá hv. þm. mjög stórorður um þetta. Nú er tvennt um þetta að segja. Fyrst og fremst vildi ég leyfa mér að spyrja — ég get nú ekki spurt hv. þm. sjálfan beinlínis, því að hann er ekki hér viðstaddur —: Hvar liggja yfirleitt fyrir opinberar skýrslur um það, hvað sé réttur framleiðslukostnaður hjá þeim, sem stunda t. d. útgerð eða iðnað? Mér er spurn. Hvers eiga þá bændur að gjalda, ef bændur eiga að leggja fram skýrslur — og líklega vottfestar af yfirvöldum — um það, hver framleiðslukostnaður þeirra sé hvers fyrir sig? Það er beinlínis hlægilegt, að hv. þm. Seyðf. skuli kasta fram hlut eins og þessu og þvílíku. Í öðru lagi er það að segja, að í mjög verulegum atriðum liggja nú fyrir skýrslur um framleiðslukostnað bænda. Búreikningar hafa verið haldnir, og unnið hefur verið úr búreikningum nokkuð margra mann hér á landi. Það liggja því fyrir nokkrar hagfræðilegar skýrslur um þetta mál. En þær síðustu eru frá 1939, því að það verður að vinna úr þessum skýrslum eftir á. Og þegar verið var að úthluta fé úr Bretasjóði, þá voru lagðar fyrir þá n., sem með það mál hafði að gera, mjög ýtarlegar búnaðarskýrslur um framleiðslukostnað landbúnaðarins frá búreikningaskrifstofunni, svo nákvæmar skýrslur, sem hægt var þá að leggja fram. Þessi ummæli hv. þm. Seyðf. voru því ekki á neinum rökum reist að nokkru leyti. Því að það mun nú vera tilfellið, að frá landbúnaðinum munu liggja fyrir betri upplýsingar um þessa hluti heldur en frá nokkrum atvinnuvegi öðrum. A. m. k. er mér ekki kunnugt um, að opinber starfræksla hafi verið um slíkt hjá öðrum atvinnuvegi en þeim.

En um orðið „framleiðslukostnaður“ er það annars að segja, að það er orð, sem auðvelt er að hafa í munni sér og koma með í tíma og ótíma. En hitt er þó betra, að geta sagt, hver framleiðslukostnaðurinn er við einhverja framleiðslu. Allir, sem við landbúnað hafa fengizt, vita, að framleiðslukostnaðurinn við hann er stórkostlega breytilegur; ræður t. d. árferði þar mjög miklu um. Framleiðslukostnaður á kartöflum var t. d. í fyrra gífurlegur, af því, hve sprettan var slæm, en hefur farið mikið niður í ár vegna góðs árferðis. Það getur einnig verið fjórum til fimm sinnum dýrara að framleiða kjöt í einum stað heldur en öðrum. Þar kemur margt til greina, auk árferðis, því að jarðir eru svo mjög mismunandi góðar. Það er því erfitt að gera samanburð á þessu, þó að ýmsar mikilsvarðandi bendingar megi fá um framleiðslukostnaðinn á ýmsan hátt.

Ég tók fram áðan, að ég teldi, að með því nákvæmlega væri farið í sakirnar. Ég tek hér sem hefði skapazt það hlutfall, sem við væri hlítárið. Svo tek ég meðalbú af handahófi, en þá er hefur 24 kr. á dag, sem verður þá 7200 kr. yfir eru svo margvíslegar. En það má taka sem dæmi kaup verkamannsins; tölurnar um tekjur bænda á móti þessum verkamanni, sem hefur 7200 kr. legt að ákveða eins og maður getur vitað um sem maður ætti þá að taka, er ekki eins þægi-auðvitað vandratað meðalhófið, því að tölurnar. andi. En ég skal færa rök að því, að hlutur hlutfalli, sem nú er á milli verðlags landbúnaðar2.40, — eða líklega upp undir kr. 2.50 — á tímann afurða annars vegar og kaupgjaldsins hins vegar, og vinnur, skulum við segja, í 300 daga á ári og dæmi verkamann hér í Rvík, sem mun hafa kr. bænda er nú fyrir borð borinn í þessu efni, ef á ári, bónda, sem hefur 75 ær; gerum ráð fyrir, að hann fái 75 dilka af þessum ám, sem maður geri á 60 kr. að meðtalinni ullinni af ánum; tekjur alls af ánum 4500 kr. Svo gerir maður ráð fyrir, að þessi bóndi hafi t. d. 3 kýr, sem mjólki hver 2500 kg á ári, alls 7500 kg. Ég miða mjólkurverðið við 40 aura, og gerir þá mjólkin samtals 3000 kr. Svo skulum við gera ráð fyrir, að þessi bóndi hafi einhverjar aðrar tekjur, einhver hross t. d. og garðávexti o. fl., sem ég geri 1000 kr. Á þennan hátt fæ ég út, að þetta bú, sem nálgast að vera meðalbú á landinu, veiti bóndanum 8500 kr. í tekjur, þar sem verkamaðurinn hefur 7200 kr. yfir árið. En af þessu verður svo bóndinn að greiða framleiðslukostnað. Nú er þetta svo stórt bú, að ef bóndinn ætti að vinna einn að því með konu sinni, án þess að taka fólk, þá yrðu þau að vinna nótt með degi. Bóndinn mundi blátt áfram drepa sig á því. Útkoman verður því sú, að bóndinn þarf að kaupa vinnu og auk þess að standa straum af búinu og af öllu því, sem til framleiðslunnar heyrir við búreksturinn.

Vitanlegt er það, að þegar búnaðarframleiðsla er rekin fyrir eiginn reikning, þá veitir það alltaf nokkra möguleika til þess, að það sé hægt fyrir þá fjölskyldu að vissu leyti að komast af með lítið. En þessar tölur sýna þó greinilega, hvað tekjuhlutfallið er milli þess manns annars vegar, sem vinnur sem verkamaður allt árið, og bóndans hins vegar, og að það er ekki réttlátt. Hlutur bóndans er ekki enn jafnhár hlut hins, samkv. þessu dæmi. Ég vil taka þetta skýrt fram, af því að ýmsir hv. þm. hafa talað hér eins og þetta mál sé borið fram fyrir landbúnaðinn sem slíkan. Það er hin mesta fjarstæða, að svo sé. Ég tel, að þetta mál sé borið fram af hendi Framsfl. vegna þess, að flokkurinn lítur svo á, að hér sé um þjóðarnauðsyn að ræða, jafnvel þó að hann telji hæpið, að hér sé vel séð fyrir hlut þeirra manna, sem hann er fyrir hér á hæstv. Alþ. En það hefur þó fengizt sú leiðrétting í þessu efni hvað snertir hlutfallið milli kaupgjalds og afurðaverðs, að við teljum, að við Það sé hlítandi, af því að lítil von sé að komast hærra með landbúnaðarframleiðsluna í því sambandi. (EOl: Hvað reiknar þm., að þyrfti mikinn vinnukraft aðkeyptan í þetta bú?) Það þyrfti ekki mikinn slíkan vinnukraft, einn mann yfir sumarið, og mundi mega bjargast við ungling. Ef ung börn væru á heimilinu, þyrfti að hafa meiri hjálp, og ýmislegt fleira er, sem þar kæmi til greina.

Ég skal viðurkenna eitt, sem hv. þm. A.-Húnv. sagði, er hann talaði um hættu í sambandi við þetta mál. Hann áleit, sem ég er einnig hræddur um, að hámarksákvæðið um kaup, sem bændur greiða, mundi ekki halda. Mér er tjáð, að bændur hér í nærsveitunum verði að borga karlmanninum nú 400 kr. í kaup á mánuði, og að þeir, sem uppi í sveit vilji fá menn í vinnu, verði að yfirborga taxta verklýðsfélaga kaupstaðanna, og svo allt frítt, — fæði þjónusta og annað, sem maður þarf að hafa, sem má gera 200 og á þriðja hundrað kr. á mánuði.

Þetta skal viðurkennt, en þó að þetta væri ekki lögboðið, er hættan sú sama, svo að það hefur engin áhrif. En það verður að ná þeim samningum við brezka setuliðið, að það hafi ekki fleira fólk í vinnu en svo, að við getum sinnt okkar framleiðslustörfum.

Ég öfundast ekki yfir velgengni verkamanna. Síður en svo. Ég gleðst yfir henni, en óttast, að sú velgengni geti orðið svo mikil, að hún sporðreisi okkar þjóðfélag, en á því græðir enginn til lengdar. Það verður að tryggja það, að fólk fáist áfram til starfa í sveitunum. Í því sambandi má líka benda á það atriði, að margir óttast, að umgengni okkar við setuliðið geti orðið hættuleg þjóðinni. En það er víst, að fólk í sveitum verður fyrir minnstum áhrifum í þá átt, svo að einnig þess vegna þarf að stuðla að því, að fólk fáist í sveitirnar.

Ég skal geta þess, að ég óttast mjög, að á næsta ári kunni svo að fara, að allhættulegur samdráttur verði í landbúnaðarframleiðslunni. Tíðarfarið í sumar bjargaði miklu. Ef tíðin verður slæm að sumri, verður ekki glæsilegt ástandið í sveitunum, en við getum ekki vænzt þess, að tíðarfarið bjargi okkur eftirleiðis.

Að lokum vil ég segja það við hv. þm. A.- Húnv., að ég geri ekki ráð fyrir, að það sé nein áhætta fyrir hann að koma með umboð til Framsfl. til samninga um, að hlutur sveitanna verði réttur, og ég vænti, að hann komi sem fyrst með slíkt umboð frá flokki sínum í heild. Við erum til viðtals.