07.05.1942
Neðri deild: 53. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 440 í B-deild Alþingistíðinda. (1211)

50. mál, aðstoðarlæknar héraðslækna

Helgi Jónasson:

Það eru aðeins örfá orð. Þetta mál virðist nú hafa góðan byr í þinginu. Utan af landi hafa komið áskoranir frá læknum um að gera það að l. Samhliða þessu máli var lagt fram annað frv. í Ed., sem fór fram á heimild til að gera það að skyldu fyrir lækningaleyfi, að kandídatarnir hefðu starfað í læknishéruðum í 4–6 mánuði. Málin voru samhliða í Ed. og eins í Nd. og fóru bæði til allshn. Nú langar mig til að spyrja n., hvers vegna hitt málið hafi orðið eftir í n., þó að ég vænti þess, að n, sjái sér fært að athuga og afgr. það mál bráðlega, því að þetta mál kemur ekki að tilætluðum notum, ef hitt málið dagar uppi.