30.03.1942
Efri deild: 24. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 571 í B-deild Alþingistíðinda. (1596)

55. mál, lækningaleyfi

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Það er ekkert því til fyrirstöðu, að Alþ. geri breyt. á launum opinberra starfsmanna, þrátt fyrir gerðardómsl. Í annan stað er ekki hægt að neita því, að læknar hafa ekki fengið neina dýrtíðaruppbót á laun fyrir störf sín og er ein af þeim fáu stéttum í þjóðfélaginu, sem við þau kjör búa. Í þriðja lagi, ef laun lækna hækkuðu upp í 650.00 kr. á mán., kæmi þessi hækkun í staðinn fyrir þá kauphækkun, sem allar aðrar stéttir hafa þegar fengið, og væri nokkurs konar réttaruppbót. Ég sé því ekkert á móti því, að þessi breyt. sé gerð þrátt fyrir þessi lög.