11.05.1942
Neðri deild: 55. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 593 í B-deild Alþingistíðinda. (1623)

55. mál, lækningaleyfi

*Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Þetta frv. er komið hingað frá Ed. Efni þess er, að ráðh. geti gert að skilyrði fyrir almennu lækningaleyfi, að kandidatar, sem lækningaleyfi fá, hafi gegnt störfum í læknishéraði eða aðstoðarlæknisstörfum í héraði í allt að 6 mánaða tíma.

Hér hefur áður verið til meðferðar í d. frv., sem er borið fram í sama tilgangi, sem sé frv. það um aðstoðarlækna, sem nýlega hefur verið afgr. til Ed. Þessi frv. bæði voru fram borin í þeim tilgangi að bæta úr því ástandi, sem nú er í ýmsum læknishéruðum í strjálbýlinu, þar sem ýmist er, að héruðin eru læknislaus, af því að enginn hefur fengizt til að sækja um þau, eða að héraðslæknar geta ekki með nokkru móti fengið að fara frá störfum um stundarsakir, jafnvel þó að þeir hafi verið sjúkir, vegna þess að þeir hafa ekki fengið aðstoðarmenn. Frv., sem nýlega var samþ. um aðstoðarlækna, var heimild til að ráða þessa aðstoðarlækna. En svo gæti farið, að ekki fengjust menn til að sinna þessum störfum. Hefur mönnum þá jafnhliða verið ljóst, að mjög gæti verið æskilegt, að þeir, sem hefðu lokið læknisprófi, fengju nokkra æfingu sem héraðslæknar, ýmist undir umsjón regndari lækna eða í sérstökum héruðum. Því er lagt til í þessu frv., að heimilt sé að skylda kandídatana til að gegna slíkum störfum, og er ætlazt til, að þetta tvennt sé sameinað, að sjá fyrir læknum, þar sem þá vantar í héruð, og láta þá ungu lækna fá nokkra æfingu undir lífsstarf sitt.

Landlæknir er því mjög meðmæltur, að þetta frv. nái fram að ganga, og hefur rætt málið við allshn. N. leggur til, að frv. verði samþ., en þess skal getið, að tveir nm. hafa flutt á þskj. 359 brtt. við 1. gr. Enn fremur skal ég geta þess, að hv. þm. Barð. hefur skrifað undir málið með fyrirvara, en ég hygg, að hann muni ekki ætla að flytja brtt., heldur sé fyrirvari hans í sambandi við eitthvað, sem hann vill taka fram. Flm. brtt. leggja til, að þessi skyldustarfstími kandídatanna verði færður niður í 4 mánuði og enn fremur, að bætt sé við ákvæði, sem tryggi, að þessir menn fái a.m.k. 500 kr. á mánuði auk dýrtíðaruppbótar. Má segja, að það sé ekki stórvægilegt, en þó verð ég að leggja á móti, að þær verði samþ. Ég þarf ekki að fara um það mörgum orðum, en vil benda á, að ákvæði um launakjör þessara manna eru í hinu frv., og sýnist þá ekki ástæða til að hafa þau einnig í þessu frv. Ég vil einnig benda á, að ef þessar brtt. verða samþ., þá þar í málið að fara aftur til Ed., en þar var um það nokkur ágreiningur, og gæti það því stefnt málinu í hættu, þar sem búast má við, að nú líði að þinglokum. Ég vil því leggja til, að frv. verði samþ. óbreytt.