12.05.1942
Efri deild: 55. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 629 í B-deild Alþingistíðinda. (1713)

84. mál, jarðræktarlög

Þorsteinn Þorsteinsson:

Ég þarf ekki að hafa mörg orð út af ræðu hv: 1. þm. N.- M., því að þó að hann þykist vera á öndverðum meiði við brtt. mína, er ekki langt bil á milli okkar. Hann er óánægður með ástandið eins og það er, og við erum báðir á þeirri skoðun, að breyt. sé þörf. Ég álít réttmætt, að bóndi, sem er búinn að strita alla sína búskapartíð, fái þessa fjárhagslegu hvatningu, en hún sé ekki dregin frá hans eigin jörð. Hann hefur stutt að því að gera landið betra og byggilegra, og í raun og veru á byggingarstyrkurinn að fara þessa sömu leið, og við í mþn. lögðum það til. Það er betra, að það sé minna, sem veitt er, og að það falli þá óskert í hlut þess, sem fær það. Þessi dýrleiki á jörðum núna hefur ekki alltaf orðið fyrir styrki úr ríkissjóði. En þegar hið opinbera leggur aftur á móti bílveg heim að túni mannsins, þá er ekki ranglátt, þó að eitthvað komi til þess opinbera af því, sem gerir jörðina verðmætari.