30.03.1942
Efri deild: 24. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 660 í B-deild Alþingistíðinda. (1836)

18. mál, stimpilgjald

*Frsm. (Magnús Jónsson):

N. hefur nú athugað þetta mál, eins og sést á þskj. 56, og mælir með því, að frv. verði samþ. En nokkru síðar en nál. var afgr. af n., komu fram brtt. við þetta frv., sem eru á þskj. 100, og n. óskaði þá eftir því, að hún gæti tekið þessar till. til athugunar á fundi og talað við flm. þeirra, áður en þær. kæmu til atkv. Nú hefur n. ekki getað komið saman, og mér er að nokkru leyti um það að kenna, því að ég var svo bundinn við önnur þingstörf. Þess vegna höfum við ekki enn getað. tekið þessar till. fyrir. Vildi ég spyrja flm. þeirra að því, hvort hann mundi ekki tilleiðanlegur til að taka þær aftur til 3. umr. með því móti, að n. héldi svo fund um málið, þannig að hægt væri að spara umr. um málið nú við þessa umr., en hleypa því til 3. umr. Verði það gert, mun n. taka brtt. til athugunar fyrir 3. umr.