19.05.1942
Efri deild: 61. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 723 í B-deild Alþingistíðinda. (2032)

20. mál, framkvæmdasjóður ríkisins

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti! Ég skil vel afstöðu Sjálfstfl. til þessa máls, þegar á það er litið, að hann er að svíkjast aftan að þjóðinni til að ná meiri hl. Og þá hugsar hann sér gott til glóðarinnar að hafa nóg í ríkissjóði, óbundið, þegar hann fær þann meiri hl., því að þá er hægara í bili að lækka skatta o.fl., sem flokkurinn hefur lofað að gera, en veit, að erfitt er að uppfylla. En ég skil ekki afstöðu Alþfl., sem er að reyna að hjálpa Sjálfstfl. til að ná þessari aðstöðu, en vill þó ekki lofa honum að hafa allt og þakka sér allt.

Í sambandi við þetta mál kemur fram skrýtin kenning, sem sé, að það þýði ekki að auka landbúnaðinn, því að ríkissjóður þurfi alltaf að borga með honum. Og þetta er sagt af manni, sem er í broddi fylkingar um að heimta, að fyrir fram sé borgað svo og svo mikið fyrir útflutninginn á sjávarafurðum, — og hefur fengið því framgengt, t.d. með síld, og hótað að hætta veiðum ella. Svo kemur þessi grímuklædda till. Hv. þm. vill látast vera með till. hv. 1. þm. Eyf., en er það ekki. Af hverju má ekki binda till. um verkamannabústaði við l. um verkamannabústaði? Af því að hér á að verá um viðb6t að ræða. Þetta er grímuklædd tilraun til þess að fela viðbótarframlag til verkamannbústaða, en það sjá bara allir, og því verður hún ekki samþ. Þess vegna finnst mér sjálfsagt að samþ. þessa brtt., því að með því verður báðum aðilum gert jafnhátt undir höfði.

Hv. 10. landsk. er að bera saman byggingu verkamannabústaða og býla í sveit. Mér finnst það alls ekki sambærilegt, því að það er misjöfnu saman að jafna að styrkja atvinnuleysingja, sem lifa af engu í kaupstöðunum, eða þá, sem lifa úti í sveit af eigin framleiðslu.