02.05.1942
Efri deild: 44. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 759 í B-deild Alþingistíðinda. (2209)

80. mál, sala mjólkur og rjóma o.fl.

*Magnús Jónsson:

Ég skal ekki ræða efnishlið málsins. Ég var bundinn í forsetastóli, þegar það var til 2. umr., en vil nú aðeins þakka landbn. afgreiðslu þess, þó að hún sæi sér ekki fært að verða að öllu leyti við þeim tveimur óskum, sem fram komu í frv.

Þó að ég setti fram þá till., að miðað væri við 2500 lítra kýrnyt, var það ekki byggt á rannsókn. En um verðjöfnunargjaldið, sem ég tiltók líka almennt, vil ég segja, að mér þykir vænt um ummælin í nál., þar sem vakin er athygli á þessu.