24.03.1942
Neðri deild: 25. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 843 í B-deild Alþingistíðinda. (2412)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Forseti (JörB):

Venjulegur fundartími er nú liðinn, en eigi er hægt að koma við kvöldfundi sökum nefndastarfa. Á mælendaskrá eru tveir, en annar þeirra kveðst munu falla frá orðinu, ef það yrði til þess, að umr. mætti ljúka. Hv. þm. V.-Ísf. hefur kvatt sér hljóðs og hefur að sjálfsögðu fullan ræðutíma. (ÁÁ: Ég skal vera stuttorður).