22.05.1942
Efri deild: 64. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 950 í B-deild Alþingistíðinda. (2487)

38. mál, stjórnarskipunarlög

*Frsm. meiri hl. (Magnús Gíslason):

Ég tók ekki til máls í gær, en ætlaði mér að svara ýmsu, sem þá kom fram hjá hv. þm. S.-Þ. Honum virtist þessi breyt. langt frá því að veri nokkur réttarbót, heldur hið freklegasta ranglæti, að mér skildist. Ég átti ákaflega erfitt með að skilja rök hans fyrir því. Það má sanna með tölum, hve mikill mismunur er á nýja kosningafyrirkomulaginu og hinu gamla í þessu efni.

Í tvímenningskjördæmunum gæti 1/3 hluti kjósenda, komið að þm. Það þarf að hafa einum manni betur, til þess að meiri hl. geti fengið einn mann kjörinn. Ef við hugsum okkur tvímenningskjördæmi, þar sem einn flokkur fær 1001, en hinn 499, fær annar flokkurinn báða þm., en hinn flokkurinn engan. Með öðrum orðum 2/3 hlutar kjósenda í því kjördæmi koma að tveimur mönnum. Er það ekki sama ranglætið og bent var á af andmælendum frv., að 1/3 hluti atkv. eigi að ráða vali þm.? Það má líka taka annað dæmi, sem sýnir, hvað ranglætið er mikið í þessu efni með núverandi fyrirkomulagi. Ef í einu tvímenningskjördæmi eru greidd 1999 atkv., annar flokkurinn fær 1000 atkv. en hinn 999, þá verður niðurstaðan sú, að sá flokkur, sem fær 1004 atkvæðin, fær báða þm. kjörna, en hinn engan. Það má lengi halda áfram að benda á svona möguleika með því kosningafyrirkomulagi, sem nú er. Hugsum okkur, að fjórir flokkar keppi um kosningar í tvímenningskjördæmi, og einn flokkur fær 1000 atkv., en hinir 999 hver um sig, eða samtals 2997, þá fengi flokkurinn með þúsund atkv. báða þm. kjörna, þó að bak við þá stæði aðeins 4 hluti allra greiddra atkv. slíkt ranglæti getur komið fyrir, og með þessari breyt. á stjskr., sem hér liggur fyrir, er ætlazt til, að þetta verði leiðrétt.

Hv. 1. þm. S.- M. minntist á og, að því er mér virtist, gerði litið úr því ákvæði stjskr., sem sett var 1933 og var um, að 11 uppbótarþm. skyldu kjörnir til að jafna hlutföllin milli flokkanna með það fyrir augum, að þingmannatalan verði í sem mestu samræmi við kjósendatölu hvers flokks. Þetta ákvæði var sett inn í stjskr. samkv. þeim anda lýðræðis, sem er á vörum allra manna í öllum flokkum, og ég held, að enginn flokkur þori að mæla opinberlega á móti því, sem á að vera grundvallarregla þjóðskipulags okkar. Nú hefur komið í ljós, að þetta ákvæði er ekki nóg til að fullnægja tilgangi stjskr. að þessu leyti. og þess vegna er frv. þetta borið fram til þess að draga úr misréttinum og gera þetta ákvæði stjskr. áhrifameira heldur en það er nú.

Það var um þetta talað í gær, hvaða skoðanir menn hefðu haft í þessum málum á undanförnum árum, bæði hvað snertir hlutfallskosningar í tvímenningskjördæmunum og hvort bæta eigi við þm. í kjördæmin. Mér finnst þýðingarlítið að deila um, hvaða skoðanir menn kynnu að hafa haft á ákveðnum málum fyrir svo og svo mörgum árum síðan. Það hefur þá ekki annað skeð en menn hafa skipt um skoðun og finnst af einhverjum ástæðum skynsamlegra að fara þessa leið. Viðvíkjandi því, að viðsjárvert sé að bæta við nýjum kjördæmum, eins og t.d. Siglufirði; þá er hér,um að ræða framhald af þeirri stefnu, sem Alþ. strax 1903 tók upp með því a gera kaupstaðina að sérstökum kjördæmum. Sams konar breyt. var samþ. og studd af Framsfl., þegar Hafnarfjörður var gerður að sérstöku kjördæmi, þó að þar hafi ekki verið bætt við nýjum þm. Ég vildi taka þetta fram til þess að árétta það, sem ég„ sagði hér í gær, og ég er sannfærður um eftir þær rannsóknir, sem ég hef gert á þessum málum, að sú breyt.; sem frv. fer fram á, er fullu samræmi við gerðir Alþ. á undanförnum árum í þessu efni. Það er líka í samræmi við anda lýðræðisins, sem á að varðveita með stjskr.