16.03.1942
Neðri deild: 19. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 957 í B-deild Alþingistíðinda. (2495)

Fyrirspurnir um stjórnarráðst. o. fl.

*Fjmrh. (Jakob Möller) Það hefur verið ráðgert að halda lokaðan þingfund nú einhvern daginn. En mér vitanlega hefur ekki verið endanlega ákveðið, hvenær hann yrði, og gæti hann, virðist mér, þá eins orðið heldur fyrr en seinna. Að öðru leyti er ég ekki viðbúinn að svara neinum einstökum málum viðkomandi því, hvað verður tekið fyrir á slíkum fundi, enda skilst mér hv. 3. þm. Reykv. ekki ætlast til þess, að þessi mál, sem hann gat um, verði til umr. á opnum fundi að svo stöddu. (HV:

Það er rétt.) Hitt get ég staðhæft, að það verður haldinn lokaður fundur um ýmis mál, sem a.m.k. eru varðandi það ástand, sem nú ríkir og er yfirvofandi. Og ég skal gjarnan verða við tilmælum hv. á. þm. Reykv. um að ýta á eftir, að það verði gert.