26.02.1942
Neðri deild: 6. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 75 í C-deild Alþingistíðinda. (351)

4. mál, frestun bæjarstjórnarkosninganna í Reykjavík

*Haraldur Guðmundsson:

Ég vil nota tíma þessarar aths. til að svara nokkrum atriðum hæstv. ráðh. Fyrst hæstv. forsrh. er ekki inni, vil ég víkja að hæstv. fjmrh. Ég tók svo eftir, að hann tæki svo til orða; þegar hann var að svara hv. 4. þm. Reykv., að hann gæti fallizt á, að Sjálfstfl. mundi hafa getað komið út blöðum til jafns við Alþfl. að samanlögðu, en teldi ástandið hafa engu að síður verið svo óvenjulegt, að rangt hefði verið að láta fara fram kosningar. Mér þótti vænt um að fá staðfesta þá skoðun mína, að blaðaútgáfa Sjálfstfl. hafi ekki þurft að vera minni en Alþfl. og kosningafrestunin hafi því alls ekki byggzt á mismiklum blaðakosti flokkanna, en get með engu móti fallizt a hitt, að þetta friðsamlega verkfall hafi að öðru leyti gefið ríkisstjórninni næga ástæðu til þessa tiltækis.

Þá sagði fjmrh., að Stefáni Jóhanni Stefánssyni, fyrrv. ráðh., hefði gefizt kostur á að standa fyrir máli sínu í útvarpi og. gera þar, að mér skildist, aths. við það, sem hæstv. fjmrh. kallar greinargerð sína fyrir setning brbl. Ég vil fullyrða, að Stefán Jóh. hafði enga ástæðu til að halda, að hann mundi eiga þess kost, fremur eftir að hann var vikinn úr stjórninni en áður, og veit, að ekki hefur hæstv. fjmrh. enn látið hann vita um þessi sinnaskipti sín.

Á næstsíðasta fundi ræddum við hæstv. forsrh. um það, hvort hann hefði vald eða rétt til að taka sér það vald að banna blöð án dómsúrskurðar eða þess, að útkoma þeirra væri hættuleg sjálfstæði landsins. Enginn vafi er á, að 67. gr. stjórnarskrárinnar bannar að leiða slíkt í lög, hvort sem væri brbl. eða önnur. hað er rangt, sem hæstv. ráðh. fór með í sambandi við umr. um stöðvun á útkomu Þjóðviljans, að St. Jóh. St. hafi beitt sér fyrir slíkri löggjöf. síðasta fundi var hæstv. ráðh. kominn ofan af því að brjóta svo bert móti 67. gr. stjórnarskr., en sagði, að sama árangri mætti ná með sektum og refsiákvæðum og öðrum tálmunum, sem gert gætu blöðum ómögulegt að koma út. Með því væri málið lagt undir dómsvaldið, en ekki framkvæmdarvaldið, og ég lýsi ánægju minni yfir, að ráðh. hefur þó að nokkru leyti fallizt á mína skoðun.

Hann talar um, að það þurfi ekki lítinn kjark til að berjast fyrir góðu máli, ef það er óvinsælt af kjósendum. Hann bar það á Alþfl., að hann þyrði ekki að fylgja réttmætum ráðstöfunum í dýrtíðarmálunum af ótta um kjörfylgið. Ég veit, að hann talar þarna að nokkru leyti af hreinskilni. En ég fæ ekki séð, að hann sé í neinni hættu að baka sér óvinsældir hjá þeim kjósendum, sem hann og hans flokkur byggja pólitískt líf sitt á. Aðgerðir þær, sem Framsfl. beitir sér fyrir í dýrtíðarmálum,, hafa enn ekki orðið til annars meir en að auka dýrtíðina, og það brot á yfirlýstri stefnuskrá hikar hann ekki við að gera til þess að draga fram undir fölsku yfirskini hlut bænda. Ef nokkur maður er að leita kjörfylgis í þessum málum, er það hann.