13.04.1942
Neðri deild: 33. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 167 í C-deild Alþingistíðinda. (490)

78. mál, ábyrgð fyrir lánum til rafveituframkvæmda

*Flm. (Sigurður E. Hlíðar):

Herra forseti! Ein, og sjá má, hef ég leyft mér að flytja þetta frv., sem er á þskj. 148. Hefur bæjarstjórn akureyrar falið mér að leita til A1þ., til að fá samþykkti heimild handa ríkisstjórninni, til þess að ábyrgjast lán vegna stækkunar á Laxárvirkjuninni.

Það eru ekki nema 2 ár. síðan rafveita þessi var fullgerð, og eins og hv. þdm. er kunnugt um. var hún ekki höfð stærri en 2400 hestöfl, vegna þess að menn álitu það nægilegt rafmagn. Þó mátti bæta við hana um 4000 hestöflum. En reynslan hefur sýnt, að þessi stöð er langt of lítil, og jafnvel þó að hafður sé 160 hestafla hjálparmótor og einnig 300 hestöfl úr Glerá, er tilfinnanlegur skortur á rafmagni í bænum. eru vélarnar keyrðar allan sólarhringinn, til að framleiða sem mest rafmagn. en þegar svo stendur á, er mjög hætt við vélabilun, en nú er mjög erfitt með allar viðgerðir. Enda er einu auganu hætt, og gæti það valdið stórtjóni, ef vélarnar biluðu, svo að stöðin yrði að stöðvast. Eins og þskj. ber með sér, fylgir frv. grg. frá bæjarstjóranum á Akureyri, þar sem sýnt er, hvernig reksturinn hefur verið síðastl. ár. Reikningarnir voru ekki fullgerðir, en samkvæmt bráðabirgðayfirliti voru tekjurnar rúmar 570 þús. kr. og af þeim hreinn tekjuafgangur um 170 þús. kr. Má gera ráð fyrir, með sömu notkun, að rekstrarafkoman verði næsta svipuð þessu. Er allt útlit fyrir, að verði stöðin aukin, geti hún borið sig, svo að engin hætta er á ferðum, hvað það snertir. Enda sýnir grg., að stöðin hefur staðið undir sér sjálf, og það hefur gengið vonum fremur með reksturinn. Nú hefur rafmagnsstjóri ríkisins, Steingrímur Jónsson, sem staddur er í Bandaríkjunum, fengið tilboð viðvíkjandi þessum vélum, og má gera ráð fyrir, að stækkun stöðvarinnar mundi kosta um 1600 þús. kr. og auk þess þyrfti að stækka bæjarkerfið, en það mundi kosla um 600 þús. kr. Nú á rafveitan um 150 þús. kr. í handbæru fé, og auk þess verður talsverður rekstrarafgangur eftir árið.

Nú vil ég ekki hafa mál mitt lengra að sinni. en vænti þess, að hv. þdm. taki málinu með sanngirni og greiði fyrir þessum framkvæmdum. Legg ég til, að frv. verði vísað til fjhn. að lokinni umr.