08.05.1942
Neðri deild: 54. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 168 í C-deild Alþingistíðinda. (493)

78. mál, ábyrgð fyrir lánum til rafveituframkvæmda

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Eins og fram kemur í nál., leggur fjhn. til, að frv. verði samþ. með nokkrum breyt., sem eru á þskj. 322. Breytingarnar eru þær, að inn í frv. verði tekin heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að ábyrgjast einnig 1 millj. kr. lán fyrir Ísafjörð og Eyrarhrepp til aukningar rafveitu á þeim stöðum. Enn fremur heimild til þess að ábyrgjast 2 millj. kr. lán fyrir rafveitufélagið „Tungufoss“ til virkjunar Tungufoss í Eystri-Rangá, og raforkuveitu um Rangárvallasýslu. Þau skilyrði eru sett, að lánið sé tekið innanlands og ábyrgðin nái aldrei til hærri upphæðar en sem nemur 80% af stofnkostnaði við þessar framkvæmdir. Ég geri ráð fyrir því, að hv. þm. Ísaf., sem hefur flutt brtt. á þskj. 269, að því er snertir Ísafjörð, taki brtt. fjhn aftur, ef brtt. fjhn. verða samþ. N. þótti rétt að taka inn í frv. heimild banda ríkisstjórninni til þess að ábyrgjast lán fyrir Ísafjörð og rafveitufél. í Rangárvallasýslu.