30.04.1942
Neðri deild: 45. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 175 í C-deild Alþingistíðinda. (540)

113. mál, bifreiðalög

Flm. (Bergur Jónsson):

Fyrir okkur flm. vakti hin aukna þörf, og við sáum ekki, að hættan, sem hv. þm. Ísaf. talar um, yxi að neinu verulegu leyti, þótt aldurstakmarkið væri fært þetta niður. Þvert á móti geri ég ráð fyrir, að þeir, sem læra bílstjórn ungir, verði öðrum bílstjórum öruggari. Hin sérstaka nauðsyn málsins nú er sú, að við þurfum fleiri nýja bílstjóra, og verður að flestu leyti verra að taka þá af eldri aldursflokkum en þeim, sem um ræðir.