30.04.1942
Neðri deild: 45. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 178 í C-deild Alþingistíðinda. (560)

115. mál, barnakennarar og laun þeirra

Flm. (Bjarni Bjarnason):

Herra forseti! aðeins örfá orð. Ýmsir virðast líta svo á sem ákvæði í þessu frv. ríði í bág við l. um gerðardóm í kaupgjalds- og verðlagsmálum, en álit okkar flm. er, að svo sé ekki. Hins vegar þurfa nokkur atriði frv. skýringar við. Ég legg til, að því verði að lokinni umr. vísað til menntmn. Og þar sem svo vill til, að ég, sem er einn af flm., er þar formaður, á ég hægt með það í h. að láta í ljós skoðun mína á þessum atriðum og skal, vegna þess hve naumur er fundartími, ekki orðlengja um málið að sinni.