20.05.1942
Neðri deild: 62. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 191 í C-deild Alþingistíðinda. (719)

142. mál, iðnskólar

*Frsm. (Jóhann G:

Möller): Þetta frv. var borið fram á síðasta aðalþingi, en varð ekki útrætt sökum þess, hve seint það barst iðnn. N. hefur nú borið það fram að nýju og gert við það nokkrar breyt., sem þó snerta ekki meginefni þess, en eru mest í því fólgnar, að tekin hafa verið burt ýmis ákvæði, sem betur þótti fara á, að sett væru í reglugerð.

Þetta mál er mikið nauðsynjamál, því að á síðari árum hefur það mjög færzt í vöxt, að gert er ráð fyrir í ýmsum l., að ákveðin próf þurfi til að öðlast vissan rétt. Hins vegar er allt skólahald, sem þarf til að ná þessum prófum, og annað því viðvíkjandi gersamlega óskipulagt, eða a.m.k. ekki nægilega skipulagt. Það, sem hér er farið fram á, er, að skipulagi sé komið á iðnfræðsluna, svipað því sem tíðkast með öðrum þjóðum.

Ég þarf svo ekki að fara um þetta fleiri orðum. Ég skal aðeins geta þess, sem stendur í grg., að fn. er að efni til mjög sniðið eftir því, sem tíðkast í svipaðri löggjöf Norðurlanda.