07.04.1942
Efri deild: 27. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 215 í C-deild Alþingistíðinda. (811)

68. mál, tollskrá o.fl.

Magnús Gíslason:

Ég get upplýst hv. þm. um það, að tollar hafa hingað til verið innheimtir samkv. tollskránni, þ.e.a.s., eftir þeim tollaákvæðum, sem ákveðin eru í brezka samningnum og hafa verið notuð til þess að innheimta tolla af vörum, sem á annað borð teljast til þessa samnings.

Þá hafa og ný tollaákvæði verið framkvæmd. þegar Alþ. hefur fallizt á að breyta tollaákvæðunum.