03.09.1942
Sameinað þing: 13. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 87 í D-deild Alþingistíðinda. (1011)

13. mál, vöru- og farþegaflutningar með ströndum fram og flugleiðis

Forseti (GSv) :

Eins og þm. vita, hefur undir eðlilegum kringumstæðum sá háttur verið viðhafður í sanieinuðu Alþingi til öryggis um meðferð mála, að umr. hefur verið frestað, þegar þeim hefur verið vísað til n. við fyrri umr., þar til n. hefur lokið sínu starfi. Nú hefur komið fram málaleitun um það bæði í ræðu þm. og eins til mín utan fundar, að þar sem svo áliðið er þingtímans og lítil von um afgreiðslu, nema heldur sé flýtt fyrir þeim málum, sem á dagskrá eru og afgr. verður að einhverju leyti a. m. k., þá sé fyrst borið upp að vísa máli til síðar í umr. og síðan till. um nefnd, og er þá ekki nema ein umr., þótt n. fjalli um málið. Þar sem við þetta mál er brtt., hefur þótt rétt með tilliti til þess, að brtt. þýðir mismunandi viðhorf á málum, að fresta fyrri umr., sem í raun réttri er eins og 2. umr. Verður svo viðhaft væntanlega nú um hríð um öll mál, sem stendur líkt á um, að leita fyrst atkvæða um að vísa til síðari umr.