02.09.1942
Sameinað þing: 12. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 149 í D-deild Alþingistíðinda. (1195)

18. mál, undanþága frá greiðslu á benzínskatti

Páll Zóphóníasson:

Ég skal ekki eyða löngum tíma til umr. Ég vil bara spyrja þá, sem vilja fara þá leiðina í þessu máli, að létta af benzínskattinum, hvernig þeir hugsi sér að styrkja þá bændur, er þurfa að flytja alla sína vöru á klökkum langar leiðir. Ég vil líka leyfa mér að benda á, að þegar stutt er flutt, þá er bíll ódýrari en skip. Aftur á móti, þegar vegalengdin er komin upp fyrir 80 km, fer að verða ódýrara að flytja á skipi, ef hægt er að koma því við. Ef n. athugar þetta mál, vil ég beina því til hennar að setja markið á vegalengdinni svo hátt, að eftirgjöfin komi ekki fyrir ofan það mark, sem dýrara er að flytja á bílum.