04.08.1942
Sameinað þing: 1. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 9 í B-deild Alþingistíðinda. (13)

Kosning til efri deildar

Jörundur Brynjólfsson:

Ég vil beina þeirri fyrir spurn til hæstv. forseta, hvort hann telji ekkert athugavert við þessa kosningu, ef hann athugar 6. gr. þingskapanna, sem mælir fyrir um það, hvernig skipa skuli Ed. Ég vil gjarnan heyra álit hans um þetta, áður en lengra er haldið. Mér skilst, að fyrr nefnd grein beri það með sér, að skipun Ed. skuli fara eftir styrkleika þingflokkanna. En samkvæmt niðurstöðu þessarar kosningar fer skipun deildarinnar ekki eftir styrkleika flokkanna, heldur því, hversu margir þm. eru hér á fundi, og það er allt annað, því að forföll getur alltaf að borið, en þau forföll, sem hér ræðir um, eru engir smámunir, og tel ég ekki annað hægt en að taka þau til greina. Ég bið því hæstv. forseta að láta í ljós álit sitt um þetta.