21.08.1942
Neðri deild: 11. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 99 í B-deild Alþingistíðinda. (205)

29. mál, hafnarlög fyrir Grundarfjörð

Bjarni Bjarnason:

Ég vil aðeins geta þess, að ég er þakklátur ríkisstj. fyrir að hafa greitt fyrir þessu máli, og mér er vel kunnugt um, að það á fullan rétt á sér og er aðkallandi. Ég vil því taka undir það með hæstv. ráðh., að málið fái að ganga fram án þess að fara í n., því að ekki er víst, að þingið standi marga daga enn. Margt er það, sem ekki verður hægt að byrja á í haust og verkfræðingar vilja ekki láta hefja undir veturinn, en ýmiss konar undirbúningur á að geta farið fram.