14.08.1942
Neðri deild: 7. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 130 í B-deild Alþingistíðinda. (257)

1. mál, stjórnarskipunarlög

Frsm. meiri hl. (Ásgeir Ásgeirsson) :

Ég get ekki kallað það lokaþátt kjördæmamálsins, þó að Framsfl. ætti sér að vinna atkv. við næstu kosningar eftir breytinguna. Formlega og verklega væri breytingin að fullu komin á fyrir því. Hv. 1. þm. S.-M. ætti líka að skiljast það, að til muni vera í landinu menn, sem vilja ekki láta þriðjung þjóðar ráða á Alþingi yfir meiri hlutanum. Hvað sem segja má um samkomulag flokkanna, sem að frv. standa, er það aldrei verra en samkomulagið var milli Framsfl. og Sjálfstfl. á síðustu og verstu dögum stjórnarsamvinnunnar með þeim eftir lýsingum þessa hv. þm. að dæma.