25.08.1942
Efri deild: 14. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 194 í B-deild Alþingistíðinda. (296)

1. mál, stjórnarskipunarlög

Forseti (JJós) :

Málið er tekið af dagskrá eftir ósk hæstv. forsrh. (ÓTh), og ég geri ekki ráð fyrir, að Framsfl. eigi á því neina sérstaka sök, ef um sök gæti verið að ræða, sem ég geri ekki ráð fyrir. Hins vegar mun hv. 1. þm. Eyf. (BSt) vera kunnugt um, að fyrir liggur að taka ákvarðanir í stórmáli, sem verður að vera lokið, áður en þingi slítur, svo að frestun stjórnarskrármálsins í dag getur ekki tafið þingið.