07.09.1942
Efri deild: 25. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 352 í B-deild Alþingistíðinda. (452)

80. mál, stjórnarskipunarlög

Jónas Jónsson:

Ég vil skjóta því til hæstv. forseta, þar sem hér er um nokkuð óvenjulega málsmeðferð að ræða, þar sem þetta skjal (nál.) hefur ekki einu sinni getað fengið þinglega meðferð, — ég vil skjóta því til hans til úrskurðar, hvort Framsfl. geti ekki fengið að birta greinargerð í útvarpinu um leið og þetta nál. verður þar lesið upp. Ég álít, að hér sé um illvíga árás á Framsfl. að ræða, þar sem þetta skjal er.