07.09.1942
Efri deild: 26. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 357 í B-deild Alþingistíðinda. (464)

80. mál, stjórnarskipunarlög

Jónas Jónsson:

Ég ætla ekki að fjölyrða um málið við 3. umr., en út af nál. því, er fram hefur komið frá stjskrn. Ed., vil ég leyfa mér að lesa upp örstutt bréf, er mun sent til stjórnarvaldanna og hljóðar svo:

„Þar sem núverandi ríkisstj. óskaði eftir við meðferð hins fyrra stjórnarskrármáls í Ed., að það færi nefndarlaust í gegnum Ed., lét andófsflokkur ríkisstj. að þeirri ósk, þar sem vitað var, að meðhaldsmenn málsins voru staðráðnir í að samþykkja frv. óbreytt. Þar sem eins stóð á með hið síðara stjskrfrv. og bæði ríkisstj. og einstakir þm. lögðu áherzlu á, að öllum þremur umr. yrði lokið á einum degi og auk þess ætlazt til, að nokkrum störfum í ,Sþ. yrði lokið þann sama dag, lýsti ég yfir, að Framsfl. mundi ekki að þessu sinni óska eftir, að n. yrði kosin í málið, og ekki taka þátt í kosningu, þótt framkvæmd yrði.

En þar sem stuðningsmenn ríkisstj. hafa nú notað þetta tækifæri til þess að semja einhliða og villandi ádeiluskjal um framsóknarmenn í stjórnarskrármálinu og það verður lesið upp í útvarpinu, fer ég þess á leit við kennslumrh., að hann leyfi stj. Framsfl. að fá lesna upp samhliða áðurnefndu áliti, jafnlanga grg. um málið.

Virðingarfyllst

Jónas Jónsson.

Til kennslumálarh. Magnúsar Jónssonar.“