24.08.1942
Neðri deild: 13. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 368 í B-deild Alþingistíðinda. (492)

51. mál, nýjar síldarverksmiðjur

Jón Pálmason:

Það er kunnugt, að í meðferð þessa máls hér er að tvennu leyti vikið frá hinum upphaflegu till. stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins. Í fyrsta lagi er bætt inn nýrri 5000 mála verksmiðju á Sauðárkróki, og í öðru lagi er till. um að minnka afköstin á Húsavík úr 10000 málum í 5000 mál. Það er svo, að þörfin fyrir stofnun síldarverksmiðja er misjöfn á hinum ýmsu stöðum. En mér hefur skilizt, að því meiri líkur séu til, að þessar bræðslustöðvar beri sig, því stærri sem þær eru. Sú nýja till., sem fyrir liggur, um að bæta við stöð á Hólmavík, gengur því í öfuga átt. Mér finnst því ekki réttmætt að samþykkja hana. Hitt er meira vafamál, hvort ekki er rétt að samþ. miðlunartill. hv. þm. Snæf., og get ég frekar fallizt á hans till.