24.08.1942
Neðri deild: 13. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 380 í B-deild Alþingistíðinda. (521)

56. mál, sala Ólafsvíkur og Ytra-Bugs

Fram. (Gunnar Thoroddsen):

Ég vil biðja velvirðingar á því, að ég kom svo seint. Einn nm. hefur skýrt nál., en ég vildi samt segja fáein orð.

Ólafsvík er mikil þörf á að fá aukin ræktunarlönd, og því var í janúar í vetur ályktað á almennum hreppsfundi að rannsaka möguleika á því, hvort þetta fengist. Málið kom svo fyrir síðasta þing. Það var borin fram till. af hv. þm. Dal., en hún náði ekki fram að ganga, ekki af því að ágreiningur væri um málið sjálft, heldur af því, að formlega umsögn sýslunefndar vantaði.

Um nauðsynina skal ég ekki fjölyrða og vísa til grg. N. var sammála um að mæla með samþ. frv., en ber fram eina brtt. um, að lönd þau, er Ólafsvíkurhreppur eignast í þessum kaupum, sé honum óheimilt að selja, en heimilt sé honum að leigja þau, og fari um leiguna samkv. reglugerð, er samþ. sé af ríkisstj.

Þetta er í samræmi við afgreiðslu, sem svipuð mál hafa fengið áður, m. a. frv. um sölu Hvanneyrar í Siglufirði í vetur. Hagsmunir íbúanna eru betur tryggðir með því, að reglugerð sé sett um leigumálann, sem samþ. sé af ríkisstj.