31.08.1942
Sameinað þing: 10. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 51 í D-deild Alþingistíðinda. (943)

62. mál, verðuppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir

Brynjólfur Bjarnason:

Mér skilst nú eiginlega, að ekki þurfi að vera mikill ágreiningur milli mín og hv. síðasta ræðumanns, svo framarlega sem taka á verðlagsmálin fastari tökum.

Eins og þáltill. er orðuð, er aðeins um heimild eða skyldu að ræða til þess að greiða uppbót á útflutt dilkakjöt. (BÁ: Heimildin til að greiða uppbót á kjöt, selt innanlands, er í öðrum l.). Ég tel ekki rétt að binda verðuppbótina hér við útflutt kjöt, auk þess sem kjötverðlagsnefnd er einráð um að ákvarða kjötverðið svo hátt, að lítils eins verði neytt af því í landinu.

Það er ekki rétt, að ég vilji flytja verðlagsvaldið í hendur stj. Ég vil aðeins frjálsa samninga um það.