12.03.1943
Efri deild: 72. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1371 í B-deild Alþingistíðinda. (121)

Fyrirspurnir um stjórnarráðst. o. fl.

Gísli Jónsson:

Það er persónuleg ósk mín, að rannsókn fari fram út af Þormóðsslysinu. Ég hef mælzt til sérstaks sjóprófs og rannsóknar með bréfi til hv. ríkisstj., en hún getur ekki gefið svar, fyrr en eftir fáeina daga. En mér er vel ljóst, að það er full þörf á að rannsókn fari fram, og vil ég undirstrika það, að það er ósk mín og vilji fullkominn, og er þess að vænta, að af þeim upplýsingum, sem þá koma fram, geti þjóðin lært eitthvað.

Ég get ekki dæmt um það, hvernig skip hefur verið útbúið, en ég vil benda hv. frsm. á, að og hef margra ára reynslu í þessum efnum og veit, að hvergi eru gerðar eins miklar kröfur til skipaskoðunar og hér á landi. Mundi ég geta sannfært hv. frsm. um, að Íslendingar standa hér framar öllum öðrum þjóðum, sem ég þekki.