28.01.1943
Neðri deild: 44. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 869 í B-deild Alþingistíðinda. (1276)

114. mál, hafnarlög fyrir Keflavík

Pétur Ottesen:

Ég vil í sambandi við þetta atriði, að heimila höfninni 1 % af aflanum, geta þess, að það er í samræmi við þau l., sem gilda nú um höfnina á Akranesi. En annars mun þetta vera misjafnt nokkuð á hinum ýmsu stöðum á landinu. T.d. er nokkuð lengra gengið í hafnarl. Sauðárkróks, þar sem heimild er fyrir allt að 1/2 hluta af 8 tonna bátum og stærri, en 1/4 hluta af minni bátum, undir 8 tonnum. En þar, sem líkir staðhættir eru eins og á Akranesi og í Keflavík, þykir mér réttlátast, að sams konar heimild sé í hafnarl. beggja þessara staða um þetta atriði.