04.02.1943
Neðri deild: 49. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 884 í B-deild Alþingistíðinda. (1328)

59. mál, þingfararkaup alþingismanna

Forseti (JJós):

Þetta ætti ekki að þurfa að verða neitt kappsmál. Ósk hv. þm. Borgf. að leggja fram brtt. sína prentaða er fyllilega þingleg, og þar sem hann fer fram á frestinn vegna till., sem hann ber sjálfur fram, þarf enginn að óttast, að fyrir honum vaki að tefja málið. Ég mun því taka málið af dagskrá, er næsti ræðumaður hefur talað.