10.02.1943
Efri deild: 52. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 971 í B-deild Alþingistíðinda. (1615)

131. mál, útsvarsinnheimta 1943

Frsm. (Pétur Magnússon):

Ég hef ekki séð brtt. á þskj. 376 fyrr en nú á fundinum. Fjhn. hefur því ekki haft tækifæri til að taka afstöðu til hennar. Annars lét hv. þm. Barð. þegar í ljós þessa skoðun sína við 2. umr., en ég hygg, að n. sé sammála um, að frv. mundi ekki ná tilgangi sínum, ef 2. gr. væri felld niður. Ef þessi heimild á að koma að nokkru gagni, verður að hafa eitthvert aðhald gagnvart gjaldendum, þannig að þeim sé ekki alveg í sjálfsvald sett, hvenær þeir greiða útsvar sitt. Annars væri raunverulega engu breytt frá því, sem nú er. Ég verð því að láta í ljós þá skoðun mína, og ég hygg, að ég megi tala þar fyrir hönd n., að ég álít það mjög misráðið að samþ. þessa brtt.

Um hina brtt. er það að segja, að það er ekkert við því að segja, þótt bæjarsjóður greiði dráttarvexti af því fé, sem hann hefur fengið ofgreitt, en það mun vera svo mjög sjaldgæft, að slíkt komi fyrir, að ég sé enga ástæðu til þess að þvæla málinu milli d. vegna þess. Ég geri það því að minni till., að frv. verði samþ. óbreytt.