10.02.1943
Efri deild: 52. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1081 í B-deild Alþingistíðinda. (1843)

65. mál, sláturfjárafurðir

Páll Hermannsson:

Nú tölumst við bara við, hv. þm. Barð. og ég. Ég lenti út í þetta samtal óviðbúinn. Ég hafði ekki gert ráð fyrir að taka hér til máls. Hv. þm. kvartaði um það, að þetta mál hefði dregizt fulllengi í landbn. En landbn. Ed. hefur haft mjög mörg mál til meðferðar, og hún hefur vandlega notað sína fundartíma. Hv. þm. Barð. hefur lagt henni til mörg verkefni, og lasta ég hann ekkert fyrir það. En landbn. fékk ekki álit eða umsögn kjötverðlagsn. í hendurnar fyrr en 22. jan. Eftir það fór svo nokkur tími í að athuga málið. Mér finnst hv. þm. nokkuð harðhentur á n. Ef ég færi nú að leyfa mér að bera hana saman við aðrar n., þá mundi hv. þm. þurfa að stefna geir sínum í fleiri áttir, að ég hygg. Hann átelur n. fyrir að hafa ekki viljað taka til greina till. sína um, að þeir, sem fengju slátrunarleyfi, yrðu fyrst að hafa tryggt sér frystihúspláss og slátrunarhús. Landbn. taldi víst, að kjötverðlagsn. sæi um slíkt, þegar hún veitir slátrunarleyfi og ekki gæti verið um neinn árekstur að ræða vegna þeirra hluta, enda hefur það verið svo. Annars byggist nál. sumpart á því, að kjötverðlagsn. var sammála landbn. um það, að ekki væri tími, til að endurskoða l. verulega fyrr en að stríðinu loknu. En þá má gera ráð fyrir því, að gerðar verði á þeim margar breyt.

Ég tel, að kjötverðlagsn. mundi varla telja l. hafa gefizt vel og reynzt vel og aldrei valdið teljandi erfiðleikum. ef mikil brögð hefðu verið að þessu, sem hv. þm. Barð. talar aðallega um. En hvað viðvíkur verzlunarmóral, þá er það vitað, að samvinnufélögin hafa mest verzlað með þessa vöru. Hins vegar er það svo, að breyt. þær, sem n. leggur til, að gerðar verði, eru í þá átt, sem hv. þm. Barð. óskar. Mér er sagt, að hann eigi hér persónulega hlut að máli. Annars hef ég frétt, að hv. þm. Barð. hafi gengið ögn á snið við lögin um verzlun með sláturfjárafurðir, en það skiptir ekki miklu máli. Hv. þm. getur sjálfur borið það til baka, ef ekki er rétt með farið. Ég geri ráð fyrir, að n. haldi sér við sína till., en hv. þm. getur svo lagt fram dagskrá, ef honum sýnist. Hins vegar kom það til mála í n.afgr. frv. með dagskrá og slá því á frest, en frá því ráði var þó horfið. — Læt ég svo málið útrætt frá minni hálfu.