15.03.1943
Efri deild: 73. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1116 í B-deild Alþingistíðinda. (1929)

126. mál, verzlun með kartöflur o.fl.

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Ég vildi bara taka fram, að það vakir ekki fyrir mér, og ég geri ekki ráð fyrir, að það vaki fyrir öðrum, að hér sé verið að tala um innflutning á erlendri framleiðslu til að keppa við innlenda framleiðslu, heldur að bæta úr þörfinni með erlendum kartöflum, sem innlendar kartöflur geta ekki fullnægt, með því að þær eru gengnar til þurrðar. Og þegar svo er komið, þá segi ég, að eigi að selja neytendum kartöflurnar við svo vægu verði sem framast er kostur eftir því innkaupsverði, sem á þeim er.