19.12.1942
Neðri deild: 22. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 65 í B-deild Alþingistíðinda. (199)

85. mál, dómnefnd í verðlagsmálum

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Forseti. — Út af því, sem hv. þm. G. K. sagði um víðgerð skipa, að sá iðnaður kynni að telja sig hart leikinn sökum einhverrar hækkunar á vísitölu og þá á launum, sem því svarar, vil ég segja, að ég álít, að þessir iðnrekendur eigi að taka á sig þá byrði, sem af því kann að leiða, því að ég álít hana smávægilega í sambandi við þá afkomu, sem þeir hafa haft undanfarið. Ég efast ekkert um, að þessir menn mundu ekki fara fram á að fá slík verk hækkuð í verði.