19.12.1942
Neðri deild: 23. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 78 í B-deild Alþingistíðinda. (222)

85. mál, dómnefnd í verðlagsmálum

Garðar Þorsteinsson:

Ég skal vera stuttorður. Það er viðvíkjandi því, sem hv. þm. V.-Sk. og 1. þm. Árn. sögðu, að kjötverðlagsn. hefði lýst yfir því, að kjötið skyldi ekki hækka til febrúarloka. Þetta er ekki rétt. Kjötverðlagsn. lýsti ekki yfir því, en hún lýsti yfir því, að kjötið skyldi ekki hækka nema með leyfi landbrh. Mér dettur ekki í hug að rengja það, sem hæstv. ráðh. segir, en ég veit bara ekki, hvernig þetta er komið inn í lögin, og þó ég ætli ekki að rengja orð hans, finnst mér löggjöfin hefði allt annan svip, ef þetta ákvæði væri í þeim.