09.04.1943
Efri deild: 93. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1333 í B-deild Alþingistíðinda. (2396)

145. mál, tollskrá o.fl.

Frsm. (Haraldur Guðmundsson):

Ég vil bara benda hv. þm. á, að eftir því, sem hann sjálfur segir, er lokað algerlega fyrir útflutning á niðursuðuvörum. En það er ekki rétt. En væri það rétt hjá honum, að alveg væri lokað fyrir þennan útflutning, þá nær brtt. hans, eins og nú stendur, aðeins til umbúða, sem notaðar eru utan um þessa framleiðslu, sem seld er innanlands. Og það er ljóst, að með slíkum ráðstöfunum sem þessum er ekki hægt að veita niðursuðuiðnaðinum þá hjálp, sem hann munar nokkuð verulega um í þessu sambandi. Ef það er rétt, að 90% af hans mörkuðum sé lokað, þá liggur í augum uppi, að verksmiðjurnar geta ekki lifað á því, þó að þær fengju þessar tollaívilnanir, miðað við að selja framleiðslu sína innanlands að svo litlum hluta móts við það, sem áður var.