19.12.1942
Efri deild: 21. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 97 í B-deild Alþingistíðinda. (249)

85. mál, dómnefnd í verðlagsmálum

Haraldur Guðmundsson:

Hv. þm. Barð. heldur nú, að það hafi alls ekki verið tilætlunin, þegar verðið var ákveðið í haust, að flytja út neitt kjöt. Hann ætti þó að vita, að felld var till. um það í Sþ. að verðbæta kjöt, sem innanlands seldist, í því skyni að halda niðri söluverði þess og greiða fyrir sölunni, en eftir að till. var felld, var verðið hækkað, þótt það þýddi minni sölu og neyzlu og meiri líkur til hárra. uppbóta á verð kjöts, sem flytja yrði úr landi. Verðhækkun sú virðist gerð í skálkaskjóli þeirra uppbóta, en varla af þjóðarhagsýni.

Annað, sem þessi hv. þm. veik til mín, var á svipuðum grundvelli byggt og þetta fleipur hans um kjötverðið, svo að ég get ekki farið að svara því nánar.