07.01.1943
Efri deild: 26. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 54 í C-deild Alþingistíðinda. (2513)

23. mál, nýjar síldarverksmiðjur

Frsm. meiri hl. (Ingvar Pálmason):

Sjútvn. hefur ekki orðið sammála um afgreiðslu frv. þessa. Meiri hl., sem í eru hv. 9. Landsk. þm. og ég, hefur orðið ásáttur um að leggja til, að frv. verði samþ. með einni breyt., sem tilfærð er í nál. á þskj. 133. Um alllangt skeið hefur það staðið í l. um síldarverksmiðjur, að til þess að reisa nýjar verksmiðjur þurfi leyfi atvmrh. að koma til. Þetta ákvæði hefur staðið, þó að gerðar hafi verið breyt. á l. að öðru leyti. Sýnir það, að löggjafinn hefur talið, að þetta væri nauðsynleg öryggisráðstöfun. Í l. þau, sem samþ. voru á síðasta þingi um að heimila ríkisstj. að láta reisa nýjar síldarverksmiðjur, var bætt inn ákvæði, sem mælir svo fyrir, að ríkið skuli reisa herzlustöðvar fyrir lýsi, þegar rannsóknir liggja fyrir í þá átt, að það sé ráðlegt. Í þessum I. er ekkert ákvæði um, að öðrum en ríkinu sé ekki heimilað að reisa slíkar herzlustöðvar, en frv. það, sem hér liggur fyrir, miðar að því í samræmi við l. um síldarverksmiðjur, að öðrum en ríkinu sé óheimilt að reisa lýsisherzlustöðvar nema að fengnu leyfi. Við 1. umr. hér í d. lét þáv. atvmrh. þann skilning í ljós, að þetta ákvæði feldist í l. frá síðasta þingi. Ég hef frá byrjun dregið í efa, að sá skilningur væri réttur, og þess vegna flutti ég frv., en ummæli þáv. ráðh. sýna, að hann hefur litið svo á, að það hefur verið skilningur síðasta Alþ., að sama gilti um hvort tveggja og að þessi öryggisráðstöfun væri nauðsynleg. Ég held því, að það sé í samræmi við vilja Alþ. á mörgum undanförnum þingum, að þessi breyt. sé gerð, og þó að einhverjum þm. finnist hún óþörf vegna skilnings á l. frá síðasta þingi, er enginn vafi á, að það er tryggara að hafa um þetta tvímælalaust ákvæði í l.

Nú hefur fjhn. ekki getað orðið á eitt sátt. Minni hl., hv. þm. Barð., leggur til, að brtt. verði felld. Aftur á móti kom fram í n., — og n. er sammála um það —, að rétt sé, að heimild til að reisa lýsisherzlustöðvar heyri undir sama aðila og heimild til að reisa nýjar síldarverksmiðjur, og því flytur meiri hl. þá brtt., að í stað þess, að í frv, er talað um leyfi Alþ., komi leyfi atvmrn. Ég er að vísu sömu skoðunar og áður, að þetta vald eigi að vera í löndum Alþ., en ekki atvmrn., en ég verð að telja það til undantekninga, að ráðh. geri líkar framkvæmdir, nema honum sé kunnugt um, að það sé vilji Alþ. Fellst ég því á þetta til samkomulags.

Ég ætla ekki að svo stöddu að fara út í frekari ástæður fyrir frv. og ekki fyrr en minni hl. hefur átt kost á að gera grein fyrir sinni skoðun. Ég geymi mér rétt minn til að gera aths. við skoðanir hans og færa full rök fyrir því, að þetta ákvæði sé nauðsylegt til að gera okkar miklu lýsisframleiðslu verðmætari en hún er nú.